Mannréttindaráð - Fundur nr. 55

Mannréttindaráð

Ár 2010, 9. september, var haldinn 55. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét K. Blöndal, Bjarni Jónsson, Jörundur Ragnarsson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Aðild Reykjavíkurborgar að ICORN. Mannréttindastjóri lagði fram minnisblað vegna þátttöku Reykjavíkurborgar að ICORN.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð leggur til við borgarráð að Reykjavíkurborg gerist aðili að ICORN. Tillagan samþykkt samhljóða. Tillögunni fylgir greinargerð.

2. Starfsdagur mannréttindaráðs.
Samþykkt var að hafa starfsdag ráðsins 13. október 2010.

3. Starfshópur vegna endurskoðunar á þjónustu við innflytjendur. Mannréttindastjóri lagði fram drög að erindisbréfi starfshópsins.
Málinu frestað.

- Ingibjörg Óðinsdóttir vék af fundi 13.30.

4. Dagur gegn einelti 15. október. Mannréttindastjóri kynnti.

5. Málþing um öryggi í miðborg 17. september. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti.

6. Ummæli borgarstjóra um netnotkun sína.
Mannréttindaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar harmar ummæli borgarstjóra um klámnotkun sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum. Mannréttindaráð ítrekar mikilvægi mannréttindastefnu borgarinnar og að kjörnir fulltrúar og starfsfólk borgarinnar allt hafi hana að leiðarljósi í störfum sínum fyrir borgina.

Fundi slitið kl. 13.56

Margrét K. Sverrisdóttir

Ingibjörg Óðinsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Bjarni Jónsson Þórey Vilhjálmsdóttir
Elín Sigurðardóttir Jörundur Ragnarsson