Mannréttindaráð - Fundur nr. 54

Mannréttindaráð

Ár 2010, 26. ágúst, var haldinn 54. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét K. Blöndal, Bjarni Jónsson, Einar Örn Benediktsson, Björn Gíslason, Þórey Vilhjálmsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svör við fyrirspurnum frá 53. fundi mannréttindaráðs.

2. Landsfundur jafnréttisnefnda á Akureyri 10. til 11. september 2010.
Gengið frá því hverjir fara.

3. Styrkbeiðnir utan tímaramma.
Ákveðið að styrkja eftiraldar umsóknir:
Félag heyrnalausra. Samþykkt að veita kr. 50.000 vegna 50 ára afmælis félagsins.
Karlmenn segja nei við nauðgunum. Samþykkt að veita kr. 70.000 vegna átaks félagsins.

4. Drög að erindisbréfum lögð fram.
Vinnuhópur vegna dags gegn einelti 15. október n.k.
Vinnuhópur vegna fjölmenningarþings 6. nóvember n.k.
Erindisbréfin eru samþykkt.

5. Mál samþykkt af fyrra ráði og vísað til nýs ráðs.
Raddir barna.
Málinu vísað frá þar sem verið er að vinna að sams konar verkefni hjá Velferðarráði um Velferð barna (R10010063). Þar undir er m.a. þjóðfundur barna.
Öryggismál barna.
Vísað til Framkvæmda- og Umhverfissviðs og óskað eftir upplýsingum um úttekt á leiksvæðum.

6. Erindi til mannréttindaráðs.
Minning baráttukvenna (R10060165).
Lagt fram til kynningar.
Staðlaðar kynjamyndir (R10080088).
Vísað til frekari útfærslu mannréttindaskrifstofu sem mun skila tillögum til ráðsins um framkvæmd verkefnisins.
Mannréttindaráð ítrekar mikilvægi þess að unnið sé að því að uppræta áhrif staðlaðra kynjamynda á tækifæri og aðstæður barna til að þroskast og mennta sig. Mikilvægt er að vinna málið af fullri alvöru í samstarfi við sérfræðinga háskólasamfélagsins, svið borgarinnar og aðra fagaðila sem vinna að velferð barna.

Fundi slitið kl. 13.32

Margrét K. Sverrisdóttir
Björn Gíslason Margrét Kristín Blöndal
Bjarni Jónsson Þórey Vilhjálmsdóttir
Elín Sigurðardóttir Einar Örn Benediktsson