Mannréttindaráð - Fundur nr. 53

Mannréttindaráð

Ár 2010, 5. júlí, var haldinn 53. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét K. Blöndal, Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson), Marta Guðjónsdóttir, Bjarni Jónsson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Halldóra Gunnarsdóttir Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. júlí sl. um skipan nýs mannréttidaráðs lagt fram.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar því að almennt er hlutur kynjanna í ráðum, nefndum og stjórnum borgarinnar mjög jafn. Hins vegar er skipan mannréttindaráðs ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga en ráðið leggur áherslu á að skipan þess verði leiðrétt fyrir fyrsta fund haustsins.

2. Kjör varaformanns mannréttindaráðs. Formaður mannréttindaráðs lagði til að Margrét Kristín Blöndal yrði kosin varaformaður ráðsins.
Samþykkt samhljóða.

3. Lagt fram til kynningar;
• samþykkt fyrir manréttindaráð Reykjavíkurborgar
• siðareglur kjörinna fulltrúa / reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum
• vinna í nefndum

4. Fundardagar mannréttindaráðs. Samþykkt að hafa fundi 2. og 4. fimmtudag hvers mánaðar frá 12.15 – 14.00. Næsti fundur ráðsins verður 26. ágúst 2010.

5. Landsfundur jafnréttisnefnda á Akureyri í september 2010. Mannréttindastjóri kynnti.

6. Þátttaka Reykjavíkurborgar að ICORN – International Cities of Refuge Network. Mannréttindaráð leggur til að Reykjavíkurborg gerist aðili að ICORN og jafnframt verði stofnaður stuðningshópur aðila utan borgarkerfisins. Mannréttindaskrifstofu falið að kanna kostnað við framkvæmd verkefnisins.
Tillagan samþykkt samhljóða.

7. Samskipti milli kynslóða – tölvutengsl.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð Reykjavíkur samþykkir að setja á fót tilraunaverkefni sem felur í sér að efla samstarf og vináttu milli ungs fólks og fólks 60 ára og eldri. Unga fólkið verði fengið til að kenna því eldra grundvallaratriði í því að nýta tölvur í tómstundum og einnig til að efla lýræðisþátttöku eldri borgara með notkun alnetsins. Mannréttindaskrifstofu verði falið að vinna verkefnið áfram og skoða önnur verkefni sem hafa verið unnin í þessum anda til að byggja á reynslu. Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Verkefni mannréttindaráðs og starfssemi mannréttindaskrifstofu, verkefnin framundan. Mannréttindastjóri kynnti.
9. Lagðar voru fram eftirfarandi fyrirspurnir frá meirihluta mannréttindaráðs:

• Þjónusta við innflytjendur. Hvernig er þjónustu við innflytjendur háttað hjá Reykjavíkurborg?
• Starfshópur um ofbeldi gagnvart konum og börnum. Samkvæmt fundargerðum mannréttindaráðs er til starfshópur um ofbeldi gagnvart konum og börnum. Óskað er eftir erindisbréfi og skýrslu um stöðu þessarar vinnu.
• Þjóðahópar. Óskað er eftir niðurstöðum starfshóps um þjóðarhópa.
• Fjármál mannréttindaráðs. Hver er fjárhagsáætlun ráðsins fyrir 2010?
• Óskað er eftir fjárhagslegum skuldbindingum ráðsins vegna verkefna sem samþykkt hafa verið.
• Starfsemi lífsskoðunarfélaga. Óskað er eftir yfirliti yfir óskir lífsskoðunarfélaga annarra en ríkiskirkjunnar um byggingu húsnæðis undir athafnir sínar. Sérstaklega skal getið umsókna búdda-og múslimatrúar.

Fundi slitið kl. 15.01

Margrét K. Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Bjarni Jónsson Ingibjörg Óðinsdóttir
Elín Sigurðardóttir Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson)