No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2010, 28. maí, var haldinn 51. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Zakaria Elias Anbari, Ingibjörg Stefánsdóttur, Jóhann Björnsson, og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Eineltisverkefni.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð samþykkir að mannréttindastjóra verði falið að kanna möguleikann á því að komið verði á laggirnar faghópi sem vinnur að úrlausn eineltismála sem upp kunna að koma bæði í skólum og á vinnustöðum borgarinnar. Tillagan samþykkt samhljóða. Greinargerð fylgir tillögunni.
2. Raddir barna.
Tillaga mannréttindaráðs
Mannréttindaráð samþykkir að komið verði á fót starfshóp sem kanna á möguleikann á því að haldið verði barnaþing í Reykjavík á vetri komanda í samstarfi við félagasamtök og þá aðila sem vinna að hagsmunum og velferð barna. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir börn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um hin ýmsu mál sem snúa að þeim. Starfshópnum er ætlað að koma með hugmyndir um skipulag og fyrirkomulag slíks þings og tímasetningu þess. Slíkar tillögur skuli unnar í samráði við ungmennráð og börn í Reykjavík. Fulltrúar allra framboða skipa einn fulltrúa í starfshópinn. Tillagan samþykkt samhljóða. Greinargerð fylgir tillögunni. Skipan starfshópsins vísað til nýs mannréttindaráðs.
3. Öryggismál barna.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð leggur til að skipaður verði sérstakur starfshópur sem kortleggur allar öryggisreglur á leikvöllum, skólalóðum, frístundaheimilum sundlaugum, leikjanámskeiðum og starfsstöðvum ÍTR og á opnum útivistarsvæðum borgarinnar. Starfshópnum er einnig ætlað að yfirfara þær öryggisreglur sem gilda um leiktæki hvort heldur um er að ræða á vegum Reykjavíkurborgar eða á einkalóðum í borginni og koma með tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Tillagan samþykkt samhljóða. Greinargerð fylgir tillögunni. Skipan starfshópsins vísað til nýs mannréttindaráðs.
4. Þjónusta við innflytjendur. Mannréttindastjóri fór yfir stöðu málsins.
5. Öryggi á og við skemmtistaði. Björn Gíslason fór yfir stöðu starfshópsins. Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 9.54
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Björn Gíslson
Salvör Gissurardóttir Felix Bergsson
Ingibjörg Stefánsdóttir Jóhann Björnsson