Mannréttindaráð - Fundur nr. 50

Mannréttindaráð

Ár 2010, 10. maí, var haldinn 50. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.11.00. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Jóhann Björnsson, Felix Bergsson, Björn Gíslason, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 7. þ.m. samanber samþykkt borgarráðs sama dag þar sem óskað er eftir umsögn mannréttindaráðs vegna svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna;
Borgarráð samþykkir að fela þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, sem er þekkingarmiðstöð í fjölmenningu, rekstur ráðgjafahluta Alþjóðahúss frá 1. júlí til 31. desember 2010.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð leggur til að Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar verði falið að hafa umsjón með ráðgjöf til innflytjenda tímabundið frá 1. júlí til 31. desember 2010. Ráðgjöfin mun vera unnin í samstarfi við þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og fjölmenningarteymi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaskrifstofan ræður lögfræðing og ráðgjafa í samvinnu við þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, sem heyrir undir mannréttindaskrifstofu en sinnir ráðgjöf á þjónustumiðstöðvum borgarinnar og öðrum starfsstöðvum, svo sem bókasöfnum eftir því sem þurfa þykir.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Bókun fulltrúa Samfylkingar:
Samfylkingin í Reykjavík telur þá tillögu sem liggur fyrir einu færu leiðina eins og málum er komið. Meirihlutinn í borginni hefur dregið lappirnar í málinu, allt frá því að það var ljóst á síðasta ári að skipan þessara mála var í uppnámi. Það hefur valdið innflytjendum erfiðleikum og að auki verið sóun á almannafé. Samfylkingin vill að stefna varðandi ráðgjöf til innlytjenda sé skýrt mótuð strax á fyrstu vikum næsta kjörtímabils, farið verði í áframhaldandi samstarf við ríkisvaldið og félög útlendinga og hagsmunasamtök fái skýrt hlutverk. Vinna þarf samkvæmt „Stefnumótun og aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda“, sem allir flokkar í mannréttindaráði stóðu að á kjörtímabilinu.
Bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Meirihlutinn hefur unnið af festu og ábyrgð í þessu máli og hefur haft hagsmuni innflytjenda að leiðarljósi en jafnframt gætt þess að standa faglega að öllum samningum við þá aðila sem sinnt hafa þessari þjónustu hingað til. Ákveðið var samhljóða í ráðinu á sínum tíma að framlengja samningi við Alþjóðahús til hálfs árs en á þeim tíma hefur farið fram skoðun á því hvernig þessari þjónustu er best varið. Á sama tíma hafa farið fram viðræður við ríkið um samstarf varðandi þjónustu við innflytjendur.

2. Innflytjendur og sveitarstjórnarkosningar. Mannréttindastjóri lagði fram drög að auglýsingu á fjórum tungumálum varðandi komandi sveitastjórnarkosningar.

3. Móðurmálskennsla. Mannréttindastjóra falið að leita lausna í samstarfi við Menntasvið og þjónustumiðstöðvar, á húsnæðisvanda móðurmálskennara.

Fundi slitið kl. 11.52.

Marta Guðjónsdóttir

Zakaria Elias Anbari Björn Gíslason
Salvör Gissurardóttir Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson