No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2010, 6. maí, var haldinn 49. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Þjónusta við innflytjendur. Tillaga frá borgarráði, dags. 06.05.2010, lögð fram. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar ráðsins.
2. Mannréttindaverðlaun 16. maí 2010. Kynntar tilnefningar sem ráðinu bárust. Samþykkt að veita xxxx mannréttindaverðlaunin 2010.
3. Fjölmenningardagur 15. maí 2010. Björn Gíslason kynnti fyrirkomulag hátíðarinnar.
4. Alþjóðahús. Skýrsla vegna aprílmánaðar lögð fram.
5. Styrkir mannréttindaráðs. Samþykkt að veita eftirtöldum aðilum styrki:
Daníel I. Bjarnason: Heimildarmyndin Frelsi, kr.100.000,-
Rauði Kross Íslands: Mannréttindi í stríðsátökum og Mannréttindaleikurinn, kr. 450.000,-
Africa United: Kynningarefni og fræðsla fyrir innflytjendabörn, kr. 500.000,-
Leifur Leifsson: SOF, Samélag og fötlun, kr. 600.000,-
María Björk Óskarsdóttir og Sigríður Snævarr: Nýttu kraftinn, kr. 500.000,-
Þjónustumiðstöð Árbæjar: Viðbragðsáætlun gegn ofbeldi, kr. 150.000,-
Ingunn Unnsteinsdóttir og Auður Sjöfn Þórisdóttir: Áhrif menningar-og kynþáttabundinnar félagsmótunnar á líðan, sjálfstraust, virkni og námsárangur,
kr. 147.000,-
Menningarsetur Múslima á Íslandi: Barna- og ungmennastarf, kr. 100.000,-
Menningarfélagið Tyrkland -Ísland: Barna - og ungmennastarf, kr. 100.000,-
Hollvinasamtök Austurbæjarskóla: Uppsetning og rekstur vefsíðu, kr. 200.000,-
Belinda Theriault: Barnaefni á sviði mannréttindamála, kr. 300.000,-
Umsjónarfélag einhverfa: Auka atvinnuþátttöku fatlaðra, 1.000.000,-
Miðgarður: Þýðingar á upplýsingum um þjónustu Reykjavíkurborgar, kr. 250.000,-
Alls úthlutað kr. 4.397.000,-
6. Innflytjendur og sveitarstjórnarkosningar. Mannréttindaskrifstofu falið að vinna að málinu og upplýsa ráðið
Fundi slitið kl. 14.25.
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Björn Gíslson
Salvör Gissurardóttir Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson