Mannréttindaráð - Fundur nr. 48

Mannréttindaráð

Ár 2010, 29. apríl, var haldinn 48. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Laugalækjarskóla og hófst kl. 12.00. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Jóhann Björnsson, Felix Bergsson, Björn Gíslason, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.


Þetta gerðist:


1. Kynning á tungumálaveri Laugalækjarskóla. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kynnti starfsemina.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar góðar móttökur í tungumálaveri Laugalækjarskóla. Það er greinilegt að þar fer fram framsækið og árangursríkt starf í þágu tvítyngdra barna.

2. Fjölmenningardagur 2010. Lögð fram auglýsing fyrir Fjölmenningardag sem dreift verður í næstu viku.

3. Upplýsingaflæði til innflytjenda.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð leggur til að haldinn verði opinn fundur fyrir innflytjendur í samvinnu við Almannavarnir um eldgosið í Eyjafjallajökli, afleiðingar þess og viðbrögð við náttúruhamförum. Einnig leggur ráðið til að unnið verið að aðgerðaáætlun til að tryggja upplýsingaflæði til innflytjenda þegar nauðsyn krefur. Mannréttindaskrifstofu er falið að vinna aðgerðaráætlunina.

4. Mannréttindaverðlaun 2010. Tilnefningar til verðlaunanna kynntar.

5. Alþjóðahús. Lögð fram skýrsla mars mánaðar.

6. Erindi frá velferðarráði varðandi Fjölskylduhjálp Íslands.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar því að velferðarráð skilyrði styrkveitingar í þá veru að farið verði eftir mannréttindastefni borgarinnar.Ráðið felur mannréttindastjóra að kynna mannréttindastefnuna fyrir þeim aðilum sem Velferðarsvið gerir þjónustusamninga við.

7. Skipan starfshóps um ofbeldi gagnvart konum og börnum. Mannréttindastjóri lagði fram drög að erindisbréfi vinnuhópsins. Erindið samþykkt.

8. Styrkir mannréttindaráðs. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir.



Fundi slitið kl. 14.21.

Marta Guðjónsdóttir

Zakaria Elias Anbari Björn Gíslason
Salvör Gissurardóttir Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson