Mannréttindaráð
Ár 2010, 8. apríl, var haldinn 47. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.17. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Salvör Gissurardóttir, Jóhann Björnsson, Felix Bergsson, Björn Gíslason, Þórdís Pétursdóttir, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Kynning á eineltisverkefni. Belinda Theriault sagði frá tilraunarverkefni sem unnið er í Norðlingaskóla.
2. Öryggi á og við skemmtistaði. Björn Gíslason fór yfir stöðu mála í borginni. Lagt fram yfirlit frá neyðarmóttöku Landspítala yfir nauðganir og nauðgunartilraunir á skemmtistöðum og í miðbæ frá 2005-2009.
Lögð fram tillaga um að kalla aftur saman starfshóp um öryggismál á og við skemmtistaði og að hann skili tillögum til mannréttindaráðs á fundi í maí. Tillagan samþykkt. Lögð fram drög að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Tillögunni vísað í vinnu starfshóps um öryggismál á og við skemmtistaði.
3. Fjölmenningardagur 2010. Björn Gíslason sagði frá vinnu starfshópsins. Samþykkt að veita kr. 500.000,- í fjölmenningardag.
4. Mannréttindaverðlaunin 2010. Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum á vef borgarinnar og víðar. Athöfnin fer fram í Höfða á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar 16. maí.
5. Verkefni mannréttindaskrifstofu árið 2010. Mannréttindastjóri lagði fram skjal með helstu verkefnum sem unnið er að á mannréttindaskrifstofu.
Fundi slitið kl. 13.54
Salvör Gissurardóttir
Zakaria Elias Anbari Björn Gíslason
Þórdís Pétursdóttir Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson