Mannréttindaráð - Fundur nr. 46

Mannréttindaráð

Ár 2010, 25. mars, var haldinn 46. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.11.05. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Jóhann Björnsson, Felix Bergsson, Björn Gíslason, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Húsnæði á vegum Félagsbústaða hf. Birgir Ottósson forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða fór yfir stöðu mála.

2. Þjóðahópar. Grazyna M. Okuniewska, kynnti niðurstöður starfshópsins og reglur um þjóðarhópa. Mannréttindastjóra falið að kynna þær fyrir öðrum nefndum og ráðum borgarinnar og þýða yfir á helstu tungumál.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og bendir á að þetta sé líkalegast í fyrsta sinn þar sem að meirihluti fulltrúanna sé af erlendum uppruna.

3. Aðstoð hjálparsamtaka.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð Reykjarvíkurborgar lítur það alvarlegum augum að fólki sé mismunað vegna uppruna við matarúthlutun hjálparsamtaka sem njóta styrkja borgarinnar. Slíkt brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Mannréttindaráð hvetur til þess að mótaðar verði skýrari reglur á vegum Reykjavíkurborgar í samráði við þau samtök sem hljóta styrki frá borginni. Slíkar reglur verða að fylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Mannréttindaráð mun hafa frumkvæði að skipun slíks starfshóps á næsta fundi sínum.

4. Alþjóðahús. Skýrsla vegna þjónustu í febrúar 2010 kynnt.

5. Þjónusta við innflytjendur. Mannréttindastjóri fór yfir stöðu viðræðna við ríki og sveitarfélög.

Fundi slitið kl. 12.31.

Marta Guðjónsdóttir

Zakaria Elias Anbari Björn Gíslason
Salvör Gissurardóttir Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson