No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2010, 11. mars, var haldinn 45. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Jóhann Björnsson, Marsibil Sæmundardóttir, Þórdís Pétursdóttir, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Kynning á aðalskipulagi Reykjavíkur. Niðurstöður samráðsfunda í hverfum borgarinnar. Haraldur Sigurðsson kynnti.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fer þess á leit við Skipulags-og byggingarsvið Reykjavíkurborgar að mannréttindaskrifstofu standi til boða að tilnefna fulltrúa í vinnuhóp: framtíðar íbúahverfið – félagslegar forsendur.
2. Málþing um lausnir gegn einelti. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun og dagskrá málþings. Samþykkt að kostnaður málþings verði að hámarki kr. 500.000,-
3. Staða innflytjenda á erfiðleikatímum. Kynningarrit frá MIRRU lagt fram.
4. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti stöðu verkefnisins.
5. 8. mars kynjadagur.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Mannréttindaráð felur mannréttindastjóra að vinna að því að 8. mars næstkomandi standi mannréttindaskrifstofa að kynningu á ýmsum tölulegum gögnum varðandi stöðu kynja í Reykjavík, gögnum sem mannréttindaskrifstofa hefur safnað saman í samstarfi við aðra. Greinargerð fylgdi tillögunni.
Tillagan samþykkt.
6. Styrkir 2010. Farið yfir auglýsingu sem birt verður í mars á vef Reykjavíkurborgar .
7. Fundir mannréttindaráðs fram á vorið. Lagt fram skjal með dagsetningum yfir fundi frá mars - júní 2010.
Fundi slitið kl. 13.56.
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Þórdís Pétursdóttir
Salvör Gissurardóttir Marsibil Sæmundardóttir
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson