No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2010, 25. febrúar, var haldinn 44. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.20 Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Jóhann Björnsson, Björn Gíslason, Ingibjörg Stefánsdóttir, Falasteen Abu Libdeh, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Umsókn um styrk utan úthlutunnar frá félagi um foreldrajafnrétti. Ákveðið að vísa umsókninni í hefðbundið styrkjaferli mannréttindaráðs.
2. Atvinnumálahópur. Oddný Sturludóttir kynnti atvinnumálaátak Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010.
3. Mannréttindastefna Reykjavíkur og samningar Reykjavíkurborgar. Helgi Bogason frá innkaupaskrifstofu kynnti.
Mannréttindaráð Reykjavíkur leggur til að innkaupaskrifstofa taki mið af mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar við gerð og framkvæmd samninga Reykjavíkurborgar. Ennfremur er því beint til innkauparáðs að koma ákvæðum tengdum mannréttindastefnunni inn í innkaupastefnu Reykjavíkurborgar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Málefni Alþjóðahúss. Mannréttindastjóri lagði fram skýrslu vegna janúarmánaðar.
Fundi slitið kl. 14.11
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Björn Gíslson
Salvör Gissurardóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson