Mannréttindaráð - Fundur nr. 42

Mannréttindaráð

Ár 2009, 28. janúar, var haldinn 42. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Björn Gíslason, Marsibil Sæmundardóttir, Jóhann Björnsson, Zakaria Elias Anbari og Sigurður Þórðarson. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Öryggi á og við skemmtistaði. Undirbúningur Evrópuverkefnis.
Halldóra Gunnarsdóttir kynnti.

2. Einelti-viðbragðsáætlanir borgarstofnana gegn einelti – úttekt unnin af mannréttindaskrifstofu og mannauðsskrifstofu lögð fram.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð leggur til að grunnskólar borgarinnar setji áberandi tengil á forsíðu vefsíðna sinna sem vísi á tilkynningareyðublað um einelti. Tilkynningareyðublaðið verði þannig úr garði gert að hægt sé að óska nafnleyndar. Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Skipun starfshóps um fjölmenningardag 2010. Fulltrúar Vinstri grænna tilnefna Þórir Ingvarsson í starfshóp um fjölmenningardag.

Fundi slitið kl. 13.59.

Marta Guðjónsdóttir

Zakaria Elias Anbari Salvör Gissurardóttir
Marsibil Sæmundardóttir Björn Gíslason
Jóhann Björnsson