No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2009, 21. janúar, var haldinn 41. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.17. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Salvör Gissurardóttir, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson, Zakaria Elias Anbari og Ásdís Sigurðardóttir.
Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Fundargerð 40. fundar lögð fram og hún samþykkt.
2. Samningur við Alþjóðahús janúar - júní 2010 kynntur.
3. Lögfræðiþjónusta til almennings.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð samþykkir að koma á fót almennri lögfræðilegri ráðgjöf fyrir borgarbúa vegna sérstaks ástands í efnahagsmálum. Ráðgjöfinni yrði sinnt af Orator, félagi laganema undir leiðsögn lögfræðings. Ráðgjöfin yrði veitt vikulega fram á vorið til reynslu og yrði borgarbúum að kostnaðarlausu. Mannréttindastjóra verði falið að útfæra tillöguna frekar.
Tillagan samþykkt.
- Felix Bergsson vék af fundi kl.12.55 og inn kom Ingibjörg Stefánsdóttir.
4. Vinna atvinnumálahóps. Oddný Sturludóttir og Guðfinnur Newman kynntu.
5. Skipun starfshóps um fjölmenningardag 2010.
Í starfshópnum munu sitja: Björn Gíslason, formaður, Hafsteinn Valsson, Zakaria Elias Anbari og Falasteen Abu Libdeh. Fulltrúi Vinstri grænna verður tilnefndur á næsta fundi ráðsins.
Fundi slitið kl. 13.56
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Ingibjörg Stefánsdóttir
Salvör Gissurardóttir Björn Gíslson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson