Mannréttindaráð
Ár 2009, 26. nóvember, var haldinn 38. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Anna Margrét Ólafsdóttir, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson, og Zakaria Elias Anbari. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Tilnefning áheyrnarfulltrúa í mannréttindaráð. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m. þar sem fram kemur að Ásdís Sigurðardóttir tekur sæti Kjartans F. Ólafssonar sem áheyrnarfulltrúi F - lista frá og með 1. desember 2009.
2. Úttekt á aðgengi að viðbragðsáætlunum við einelti. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti. Úttektinni vísað til borgarráðs.
3. Opin fundur mannréttindaráðs þann 10. desember 2009. Mannréttindaskrifstofu falið að sjá um lokaundirbúning fundarins.
4. Styrkir mannréttindaráðs. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir. Samþykkt að veita eftirfarandi styrki vegna ársins 2009:
• Hollvinasamtök Austurbæjarskóla, kr. 500.000,-.
Gerð námsefnis „gagnkvæm aðlögun“ – vinna gegn fordómum í garð nýrra íslendinga.
• Samtökin ´78 kr. 1.000.000,-.
Fræðslustarf um samkynhneigð fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
• Ljósið kr. 500.000,-.
Sjálfstyrking fyrir unga aðstandendur krabbameinssjúkra.
• Viðar Freyr Guðmundsson, kr. 900.000,-
Framleiðsla á kvikmynd um eineltisofbeldi á meðal barna.
Fundi slitið kl. 13.57
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Felix Bergsson
Anna Margrét Ólafsdóttir Björn Gíslson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson