Mannréttindaráð
Ár 2009, 20. nóvember, var haldinn 37. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.09. Viðstödd voru, auk mannréttindastjóra, Marta Guðjónsdóttir, Valgerður Sveinsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson, Þórdís Pétursdóttir, og Zakaria Elias Anbari. Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun 2010 lögð fram.
2. Framkvæmdaáætlun í mannréttindamálum 2010 samþykkt.
3. Opinn fundur mannréttindaráðs 2009. Samþykkt að halda opinn fund ráðsins þann 10. desember um málefni tengd konum og stjórnmálaþátttöku. Mannréttindaskrifstofu falið að vinna að undirbúningi fundarins.
4. Útsent bréf mannréttindaskrifstofu til skólastjórnenda og skólaráða vegna aðskilnaðs skólastarfs og trúfélaga. Formanni mannréttindaráðs falið að skrifa bréf til skólastjórnenda til nánari útskýringar vegna kirkjulegs starfs á vegum skólanna.
Fundi slitið kl. 13.57
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Þórdís Pétursdóttir
Valgerður Sveinsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson