Mannréttindaráð - Fundur nr. 35

Mannréttindaráð

Ár 2009, 22. október kl.12.15 var haldinn 35. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Ingibjörg Óðinsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Drífa Snædal, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari og Ólafur F. Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Tilnefning áheyrnarfulltrúa í mannréttindaráð lögð fram. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 9. þ.m. þar sem tilkynnt er að Kjartan F. Ólafsson kemur í stað Sigurlaugar Sveinbjörnsdóttur.

2. Kosning varafulltrúa í mannréttindaráð lögð fram. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 6. þ.m. þar sem tilkynnt er að Ingibjörg Stefánsdóttir tekur sæti varamans í stað Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur.

3. Úttekt á kynbundnum launamun-fyrirkomulag. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti.

4. Jafnrétti í skólum, framhald verkefnis. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti. Mannréttindaskrifstofu falið að vinna áfram að útfærslu verkefnisins.

5. Erindi vegna Menningarfélagsins Tyrkland – Íslands lagt fram og vísað í almennt umsóknarferli styrkja mannréttindaráðs.

6. Samráðsfundur mannréttindaráðs með fulltrúum þjóðahópa.
Mannréttindaskrifstofu falið að vinna að málinu.



Fundi slitið kl. 13.15.

Salvör Gissurardóttir

Zakaria Elias Anbari Drífa Snædal
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Ingibjörg Óðinsdóttir