Mannréttindaráð - Fundur nr. 33

Mannréttindaráð

Ár 2009, 8. október kl. 12:00 var haldinn 33. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari og Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Staða atvinnulausra-möguleg verkefni. Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur fór yfir stöðu mála. Mannréttindastjóra falið að útfæra frekari úrræði fyrir atvinnulausa innflytjendur.

2. Lögð fram skýrsla og tillaga um þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Bókun Ólafs F. Magnússonar:
Ég fagna þeirri víðtæku samstöðu sem er fyrir hendi í mannréttindaráði um að koma málefnum innflytjenda í betra horf en nú er með því að flytja þá þjónustu sem nú er veitt af Alþjóðahúsi til Reykjavíkurborgar. Þetta er í fullu samræmi við bókun mína í borgarráði fyrr í dag.

Bókun mannréttindaráðs:
Vegna bókunar borgarráðs fyrr í dag þar sem mannréttindastjóra er falið að ljúka samningum við Alþjóðahús fyrir árið 2009 með viðbótarframlagi í samræmi við fyrri samninga telur ráðið rétt að mannréttindastjóri vinni að málinu í samráði við borgarlögmann.

3. Fjárhagsáætlun 2010. Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 13.58

Marta Guðjónsdóttir

Zakaria Elias Anbari Jóhann Björnsson
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir