Mannréttindaráð - Fundur nr. 32

Mannréttindaráð

Ár 2009, 24. september kl. 12:00 var haldinn 32. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari og Ólafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla. Lagt fram minnisblað frá Halldóru Gunnarsdóttur.

Umsögn mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð telur að innleiðing Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna karla í sveitarfélögum falli vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur verið í á liðnum áratugum í vinnu sinni að auknu kynjajafnrétti. Sáttmálinn fellur auk þess vel að mannréttindastefnu borgarinnar og nú þegar er unnið að mörgum ákvæðum Evrópusamningsins á vegum mannréttindaráðs og mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Má þar nefna kynjaúttekt í ráðum og nefndum borgarinnar og úttekt á launamun kynjanna hjá starfsmönnum borgarinnar. Jafnframt fellur sáttmálinn vel að þeirri miklu vinnu að jafnréttismálum sem unnin er um allt borgarkerfið.

2. Fjárhagsrammi mannréttindaskrifstofu 2010 kynntur.

3. Starfshópur um úttekt á þjónustu við innflytjendur. Mannréttindastjóri fór yfir stöðu mála.

4. Aðgerðaráætlun í mannréttindamálum. Samþykkt að leggja aðgerðaráætlun fram samhliða fjárhagsáætlun mannréttindaskrifstofu 2010.

5. Fordómar gagnvart innflytjendum – erindi. (R09090167)
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir uppruna eða þjóðerni. Mikilvægt er að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi slíkt í huga í starfi sínu og í þátttöku sinni opinberri umræðu. Mannréttindaráð beinir því til menntasviðs að á málinu sé tekið af festu.

6. Erindi Siðmenntar. Mannréttindastjóra falið að senda drög af bréfi til ráðsins og í framhaldi af því að senda það til forsvarsmanna skóla og leikskóla sem og skólaráða grunnskóla.

7. Geðveikar batasögur. Bók Herdísar Benediktsdóttur sem hlaut styrk mannréttindaráðs í mars 2009 afhent ráðsmönnum.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar útgáfu bókarinnar Geðveikar batasögur og vonast til þess að hún auki skilning á geðsjúkdómum í þjóðfélaginu.

Fundi slitið kl. 13:42

Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Jóhann Björnsson
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir