Mannréttindaráð
Ár 2009, 8. september kl. 12:00 var haldinn 31. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Drífa Snædal, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari og Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Alþjóðahús. Úttekt á þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur. Mannréttindastjóri lagði fram drög að erindisbréfi starfshóps. Samþykkt.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar leggur áherslu á að þjónusta við innflytjendur sé ekki rofin eða skert og sú þekking sem er til staðar verði nýtt.
2. Aðgerðaráætlun í mannréttindamálum. Drög lögð fram. Málinu frestað til næsta fundar.
3. Erindi Siðmenntar. Minnisblað mannréttindaskrifstofu lagt fram og málinu frestað til næsta fundar.
4. Styrkir Mannréttindaráðs.
5. Bæklingur um úttekt á skipun í ráð og nefndir Reykjavíkurborgar árin 2006-2009. Mannréttindaskrifstofu falið að senda bæklinginn á alla kjörna fulltrúa, ráð og nefndir Reykjavíkurborgar og framboð til sveitarstjórna vorið 2006.
Bókun Mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar útkomu bæklings um kynjaskiptingu í ráðum og nefndum 2006 – 2009 og þakkar mannréttindastjóra og starfsfólki mannréttindaskrifstofu vel unnin og fagleg störf við útgáfu bæklingsins og gerir ráð fyrir að framboð virði jafnréttislög við skipan í ráð og nefndir í framtíðinni.
Bókun Ólafs F. Magnússonar:
Undirritaður tekur undir bókun ráðsins en vekur jafnframt athygli á því að þriðji meirihluti kjörtímabilsins undir minni forystu kemur áberandi best út úr þessari könnun um jafnræði kynjaskiptingar í ráðum og nefndum borgarinnar.
6. Kynning á rannsókn á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg. Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri og Anna Borgþórsdóttir, verkefnastjóri mannauðasskrifstofu kynntu rannsóknina.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar fyrir kynningu Önnu Borgþórsdóttur, mannauðsskrifstofu, á þróun launamunar og fagnar því að niðurstöður sýna að dagvinnulaunamunur og heildarlaunamunur hefur minnkað verulega frá 1999-2007 og að konum hefur fjölgað í stjórnendastörfum. Sömuleiðis er lögð áhersla á að við það verkefni að útrýma launamuni kynjanna verði litið til heildarlaunamunar en ekki einungis leiðrétts launamunar. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kreppir að á vinnumarkaði og niðurskurður í velferðarkefinu getur aukið ólaunaða vinnu kvenna á heimilum.
Fundi slitið kl. 13:50
Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Drífa Snædal
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir