Mannréttindaráð - Fundur nr. 30

Mannréttindaráð

Ár 2009, þann 2. september kl. 15:00 var haldinn 30. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Jóhann Björnsson, Zakaria Elias Anbari, Falasteen Abu Libdeh og Salvör Gissurardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Málefni Alþjóðahúss. Mannréttindastjóri fór yfir samning Alþjóðahúss ehf. og Reykjavíkurborgar. Einnig fór mannréttindastjóri yfir mat fv. framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, frá því í desember 2008.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð leggur áherslu á að þjónusta við innflytjendur verði tryggð að framkvæmdin sé í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og stefnu mannréttindaskrifstofunnar í málefnum innflytjenda.



Fundi slitið kl. 16.27


Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Jóhann Björnsson
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir