Mannréttindaráð - Fundur nr. 3

Mannréttindaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 10. apríl var haldinn 3. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Ellen J. Calmon, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps um málefni fatlaðs fólks: Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hlynur Þór Agnarsson og Katarzyna Kubiś. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 31. mars 2025, um að Aðalbjörg Traustadóttir taki sæti áheyrnarfulltrúa velferðarsviðs í mannréttindaráði í stað Þórdísar Lindu Guðmundsdóttur. MSS22060165

    -    Kl. 13.06 tekur Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning Strætó bs. um aðgengismál Strætó og Navilens merkingum fyrir binda og sjónskerta. 

    Herdís Steinarsdóttir og Jóhannes Svavar Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25020030

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu á aðgengismálum Strætó og þá þróun sem þar er í gangi er varðar meðal annars NaviLens kerfið og Klappið. Upp kom ábending um skoða mætti samræmingu hönnunarstaðla um stoppistöðvar sem og vagnana. Vert væri að Strætó skoði að skjalfesta í samningum við bilboard innleiðingu og viðhald á NaviLens í skýlum í þeirra eigu. Málstefna Reykjavíkurborgar kveður skýrt á að lykilmerkingar á þjónustustöðum borgarinnar, svo sem í og við lyftur og aðalinnganga, séu einnig á punktaletri sem gagnast þá blindum og sjónskertum og því fagna fulltrúar mannréttindaráðs þróun á þessum verkefnum.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. apríl 2025, um hönnunarleiðbeiningar fyrir leiksvæði, sbr. markmið 1.3. í aðgerðaráætlun aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar 2022 - 2030. MSS25010174

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar í mannréttindaráði þakka fyrir kynninguna. Hún ítrekar nauðsyn þess að hugað sé að aðgengi frá upphafi í öllu hönnunarferli, í samræmi við algilda hönnun, því það er dýrara á allan hátt að þurfa að bæta aðgengi eftir á. Þá hvöttu fulltrúar ráðsins til þess að einnig væri horft til þess að leikvellir sameinuðu kynslóðir í leik þannig að leiktæki væru einnig aðgengileg og bæru alla aldurshópa.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar dags. febrúar 2025, um þjónustu við fatlað fólk skv. lögum nr. 38/2018. MSS25030094 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram auglýsing um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkur 2024. MSS25040034

    Fylgigögn

  6. Lögð fram auglýsing um málþing Þroskahjálpar sem fram fer þann 11. apríl 2025. MSS25040036

    -    Kl. 14.10 víkja af fundi Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon, Bragi Bergsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Hlynur Þór Agnarsson og Katarzyna Kubiś aftengjast fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  7. Lögð fram auglýsing um Mannréttindaverðlaun Reykjavíkur 2025. MSS25030092

    -    Kl. 14.33 taka sæti á fundinum eftirfarandi áheyrnarfulltrúar um málefni innflytjenda og fólks með erlendan bakgrunn; Maria Sastre og Mouna Nasr tengist fundinum með rafrænum hætti.

    -    Kl. 14.41 tekur Mouna Nasr sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning skóla- og frístundasviðs á stöðu innleiðingar á aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Saga Stephensen taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS22080225

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rasismi er samfélagsmein sem við þurfum öll að standa saman um að kveða niður og vinna virkt gegn. Mannréttindaráð styður þá nálgun sem hér er notast við, að auka fræðslu, hafa sýnilega stefnu gegn rasisma og skýra viðbragðsferla í samstarfi við fagaðila og foreldra.

    Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þakkað er fyrir kynningu á aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. Framsókn fagnar þeirri vinnu sem nú er hafin á verklagi til að bregðast við rasisma í skóla- og frístundastarfi og vonar að innleiðing verklagsins gangi hratt fyrir sig. Öll börn og ungmenni óháð uppruna, stöðu og stétt eiga að upplifa sig velkomin í skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar og því er mikilvægt að verklag til að bregðast við rasisma sé skýrt og ávallt sé unnið eftir því. Þá imprar fulltrúinn á mikilvægi forvarna gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi og hvetur skóla- og frístundaráð til að fylgja innleiðingunni vel eftir og veita þau verkfæri og þann stuðning sem þarf í innleiðinguna ásamt fjármagni sem þarf til þess að sinna forvörnum gegn rasisma. Einnig þarf að tryggja að upplýsingar um viðbrögð gegn rasisma séu vel kynnt fyrir börn og foreldra. Aukinheldur þarf að tryggja að verklaginu sé fylgt eftir.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um samráðsfund fjölmenningarsamfélags í 22. maí nk. 
    Samþykkt að fela formanni og fulltrúa Framsóknarflokksins að hefja undirbúning samráðsfundar. MSS25010051

    -    Kl. 15.30 víkja af fundinum Mouna Nasr og Maria Sastre.

  10. Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs dags. 7. apríl 2025, um tillögur um aðgerðir með jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar. 
    Samþykkt. 

    Elín Blöndal og Auður Björgvinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MOS24040007

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs:

    Lagt er til að borgaraþing 2025 verði annars vegar tileinkað samtali við borgarbúa um hvernig megi tryggja að í öllum hverfum séu opin aðgengileg græn svæði og almenningssvæði og/eða fjölmenning í Reykjavík og hvernig Reykjavík getur betur stuðlað að inngildingu íbúa af erlendum uppruna

    Samþykkt. 
    Fulltrúi sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25010177

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.16.14

Sabine Leskopf Ellen Jacqueline Calmon

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

Magnea Gná Jóhannsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Friðjón R. Friðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 10. apríl 2025