Mannréttindaráð - Fundur nr. 2

Mannréttindaráð

Ár 2008, fimmtudaginn 7. febrúar var haldinn 2. fundur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Þá voru mætt: Sif Sigfúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Maria Elvira Mendez Pinedo, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh og Jóhann Björnsson. Jafnframt sat fundinn Þórhildar Líndal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Mannréttindaráð – kosning fulltrúa
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 30. janúar 2008, um kosningu fulltrúa í mannréttindaráð til loka kjörtímabilsins, til kynningar.

2. Tilnefning áheyrnarfulltrúa
Lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 25. janúar 2008, þar sem fram kemur að Marsibil J. Sæmundardóttir er tilnefnd af borgarráði, sem áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í mannréttindaráði og til vara var tilnefndur Stefán Bogi Sveinsson.

3. Kosning varaformanns í mannréttindaráð
Formaður lagði til að Maria Elvira Mendez Pinedo yrði kosin varaformaður mannréttindaráðs.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

4. Fundaáætlun mannréttindaráðs
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að fundaáætlun mannréttindaráðs til 1. júlí 2008, þ.e. að reglulegir fundir verði 1. og 3. fimmtudag í hverjum mánuði.

- Andri Óttarsson mætti á fundinn kl.12.45

Samþykkt.

5. Styrkumsókn
Lögð fram umsókn um styrk til verkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum, til kynningar.

Fundi slitið kl.13.15

Sif Sigfúsdóttir

Marta Guðjónsdóttir Andri Óttarsson
Maria Elvira Mendez Pinedo Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson