Mannréttindaráð - Fundur nr. 291

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2006, fimmtudaginn 4. maí, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 291. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Magnús Þór Gylfason. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisáætlanir sviða.
Lagðar voru fram til kynningar eftirtaldar áætlanir:
Jafnréttisáætlun Stjónsýslu- og starfsmannasviðs.
Jafnréttisáætlun Fjármálasviðs.
Jafnréttisáætlun Þjónustu- og rekstrarsviðs.
Jafnréttisáætlun Velferðarsviðs.
Jafnréttisáætlun ÍTR.
Jafnréttisáætlun Menningar- og ferðamálasviðs.
Jafnréttisáætlun Skipulags- og byggingarsviðs

Jafnréttisnefndin er ánægð með þá vinnu sem fram hefur farið og hvetur til áframhaldandi öflugs jafnréttisstarfs inni á sviðum borgarinnar.

2. Kynjagreind fjárhagsáætlun.
Stutt kynning á því hvað það er.

3. Önnur mál.
Í tilefni af umræðu um vændi og mansal í tengslum við stóra íþróttaviðburði lagði
Stefán Jóhann Stefánsson fram eftirfarandi ályktun:

Jafnréttisnefnd Reykjavíkur hvetur til þess í tilefni af umræðum um vændi og mansal í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar að íþróttahreyfingin á Íslandi hugi sérstaklega að uppeldisgildi íþrótta í jafnréttismálum. Jafnréttisnefndin hvetur íþróttahreyfinguna jafnframt til að beita áhrifum sínum, hvar sem því verður við komið, til að vinna gegn vændi í tengslum við stórviðburði á sviði íþrótta.

Ályktunin samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12.20

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Magnús Þór Gylfason