Mannréttindaráð - Fundur nr. 290

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2006, miðvikudaginn 19. apríl, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 290. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Guðný Hildur Magnúsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Marta Guðjónsdóttir og Kristján Guðmundsson. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Fjöldi og hlutfall karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum hjá Reykjavíkurborg.
Yfirlit, dags. apríl 1006, lagt fram til kynningar.
Jafnréttisnefnd vekur athygli á því að hlutfall karla í nefndum, eins og t.d. barnaverndarnefnd og velferðarráði, er mun lægra en hlutfall kvenna en hlutfall kvenna í stjórnum á vegum borgarinnar er lægra en karla. Nefndin hvetur kjörna fulltrúa í borgarstjórn til að gæta þess að hlutfall karla og kvenna sé sem jafnast í nefndum, ráðum og stjórnum.

2. Skil jafnréttisáætlana.
Upplýsingar um skil, dags. 19. apríl 2006, lagðar fram til kynningar.

3. Heimsókn jafnréttisfulltrúa Menntasviðs.
Sigurlaug Kristín Jóhannsdóttir mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi gerð jafnréttisáætlana á Menntasviði.

4. Verkefni um jafnrétti í skólum.
Kynnt á ráðstefnunni Kynlegur skóli, dags. 24. mars 2006. Lagt fram til kynningar.

5. Önnur mál.
Lögð fram drög að mannréttindastefnu, dags. 18. apríl 2006.

Fundi slitið kl. 13.20

Guðný Hildur Magnúsdóttir
Sigrún Jónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Marta Guðjónsdóttir Kristján Guðmundsson