Mannréttindaráð - Fundur nr. 29

Mannréttindaráð

Ár 2009, 25. júní kl. 12:00 var haldinn 29. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson og Salvör Gissurardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Vegvísir um aðgengismöguleika - erindi frá borgarráði. Erindinu vísað til aðgengisnefndar Reykjavíkurborgar.

2. Aðgerðaráætlun í mannréttindamálum - drög frá síðasta fundi lögð fram til kynningar.

3. Rannsókn á þróun launamunar hjá Reykjavíkurborg 1999-2007, unnin af Önnu Borgþórsdóttur, minnisblað lagt fram.

4. Frístundakort. Kynning á notkun frístundakorta eftir aldri og hverfum lögð fram.

5. Könnun á viðhorfi til mismunar á Íslandi unnin af Capacent Gallup lögð fram.

6. Styrkumsóknir:

• Hexia ehf. afþakkar áður samþykktan styrk mannréttindaráðs frá 14. maí 2009 að upphæð kr. 250.000,-

• Karlahópur Femínistafélags Íslands sækir um styrk vegna átaksins „ Karlmenn segja NEI við nauðgunum. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 160.000,-

• Umsókn frá Mirru vegna rannsókna á árangri og skilvirkni íslenskukennslu fyrir innflytjendur í umönnunarstörfum. Mannréttindaráð telur sér ekki fært að styrkja verkefnið að þessu sinni en bendir á að næst verði auglýst eftir styrkumsóknum til ráðsins í september 2009.

7. Kynning á viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar. Freyr Halldórsson frá mannauðsskrifstofu fór yfir helstu niðurstöður.

8. Svar Skipulags-og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mannréttindaráðs varðandi byggingarrétt trúfélaga lagt fram.

9. Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 16. maí 2009.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar því hversu vel Fjölmenningardagur Reykjavíkur heppnaðist. Um þrjú þúsund manns tóku þátt í fjölþjóðagöngu og talið er að 5 þúsund gestir hafi mætt á dagskrá hátíðarinnar í Ráðhúsi og Iðnó. Verkefnisstjórn og listamönnum er þakkað fyrir þeirra framlag í að gera þennan dag jafn glæsilegan og raun bar vitni. Vonir standa til að þessi dagur eigi eftir að festast í sessi og auðga enn frekar mannlíf og menningu í borginni.

Fundi slitið kl. 13.30


Marta Guðjónsdóttir
Björn Gíslason Jóhann Björnsson
Falasteen Abu Libdeh Felix Bergsson
Salvör Gissurardóttir