Mannréttindaráð - Fundur nr. 28

Mannréttindaráð

Ár 2009, 14. maí kl. 12:00 var haldinn 28. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Oddný Sturludóttir, Jóhann Björnsson, Zakaria Elias Anbari og Salvör Gissurardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Styrkir mannréttindaráðs. Jóhann Björnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt að veita eftirfarandi aðilum styrk:

Hexia ehf. – aðgangur að vefþulu kr. 250.000,-
Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ- rannsóknir í grunn-og leikskólum kr. 250.000,-
Blátt áfram – námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara kr. 200.000,-
Stígamót – aðlögun Stígamóta að breyttu samfélagi kr. 250.000,-
Aðgengi ehf.- vegvísir um aðgengismöguleika fatlaðra kr. 400.000,-
Alþjóðahús, vegna fjölmenningardags kr. 500.000,-
Siðmennt, útgáfa fræðsluefnis, kr. 200.000,-
Embla Ágústsdóttir – sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur með hreyfihömlun kr. 300.000,-
Björg Árnadóttir – Menntasmiðjan kr. 300.000,-

2. Börnin í borginni. Mannréttindastjóri sagði frá starfi hópsins.

3. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 16.maí. Samþykkt að veita xxxx mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2009.

4. Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar 16. maí. Dagskrá fjölmenningardagsins lögð fram.

Fundi slitið kl. 14.46

Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Jóhann Björnsson
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir