Mannréttindaráð - Fundur nr. 289

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2006, fimmtudaginn 9. mars, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 289. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Helga Árnadóttir og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Valgerði Pálmadóttur, dags. 5. mars 2006, þar sem óskað er eftir mótframlagi frá Reykjavíkurborg vegna umsóknar til Nýsköpunarsjóðs sem lýtur að því að greina kynjaskiptingu í hljómsveitum á Airwaveshátíðinni og orðræðuna um hátíðina.

2. Beiðni um upplýsingar um kynjahlutföll umsækjenda og styrkþega hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Tillaga að fyrirspurn, dags. 7. mars 2006, lögð fram. Bætt verði við fyrirspurnina spurningu um það hvort tiltækar séu upplýsingar um umsækjendur og styrkþega af erlendum uppruna.
Samþykkt.

3. Skil jafnréttisáætlana og tilnefning jafnréttisfulltrúa innan borgarkerfisins.
Kynning á stöðu mála og umræða um næstu skref. Lögð fram samantekt um skil og yfirlit yfir jafnréttisfulltrúa sviða.
Ákveðið að kalla á fund nefndarinnar í apríl n.k. sviðsstjóra og jafnréttisfulltrúa þeirra sviða sem ekki skila jafnréttisáætlun fyrir 1. apríl.

4. Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar.
Tillaga, dags. 7. mars 2006, lögð fram til afgreiðslu. Samþykkt með áorðnum breytingum. Verðlaunin verði veitt 1. maí n.k. fyrir árið 2006. Verðlaunin verði ekki veitt til fyrirtækis í ár, þar sem Hið gullna jafnvægi, sem nú er lokið, hefur þegar veitt fyrirtæki verðlaun fyrir gott starf í tengslum við samræmingu vinnu og einkalífs. Upphæð verðlauna til félagasamtaka eða einstaklings verði kr. 150.000 í ár.
Samþykkt.

5. Jafnréttistengd verkefni hjá borginni.
Kallað hefur verið eftir upplýsingum á sviðum borgarinnar um jafnréttisverkefni sem hafa verið unnin í gegnum tíðina. Upplýsingarnar munu verða settar á vef borgarinnar þegar þær berast.

6. Önnur mál.
Farið yfir skortkort jafnréttisnefndar.

Fundi slitið kl. 13:15

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Sigrún Jónsdóttir Guðný Hildur Magnúsdóttir
Helga Árnadóttir Bolli Thoroddsen