Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2006, fimmtudaginn 23. febrúar, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 288. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Magnús Þór Gylfason og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Mannréttindastefna.
Lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi. Ákveðið að leggja þau fram á næsta fundi.
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 3. febrúar 2006, um að borgarráð hefði samþykkt á fundi sínum 2. s.m. tillögu borgarstjóra um að setja á fót vinnuhóp til að vinna drög að mannréttindastefnu.
2. Ráðstefna um jafnrétti í skólum.
Lögð fram drög að dagskrá, kynningaráætlun og kynning á mögulegu samstarfsverkefni í kjölfar ráðstefnunnar. Lögð er áhersla á að verkefnið sé unnið áfram.
3. Mannréttindatorg á Vetrarhátíð.
Lagt fram ljósrit af kynningu úr bæklingi Vetrarhátíðar.
4. Upplýsingar vegna umdeildrar auglýsingar sem Hitt húsið lagði nafn sitt við.
Lagður fram tölvupóstur starfandi framkvæmdastjóra jafnréttisnefndar til Kristínar Ástgeirsdóttur, dags. 16. febrúar 2006, þar sem spurningum sem hún sendi er svarað. Einnig lagt fram afsökunarbréf ÍTR, dags. 17. febrúar 2006, og afsökunarbréf Thugz on Parole, dags. 16. febrúar 2006. Nefndin er ánægð með snögg viðbrögð í þessu máli og leggur áherslu á að starfsmenn borgarinnar kynni sér jafnréttisstefnuna.
5. Jafnréttisáætlanir í félagsmiðstöðvum.
Ragnhildur Helgadóttir, jafnréttisráðgjafi ÍTR, mætti til fundarins og kynnti hugmynd að verkefninu og lagði jafnframt fram minnisblað, dags. 23. febrúar 2006, um áherslur í jafnréttisstarfi á vegum ÍTR.
ÍTR mun halda áfram að þróa þetta verkefni og vera í sambandi við nefndina um það.
Fundi slitið kl. 13:08
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Magnús Þór Gylfason Steinunn Vala Sigfúsdóttir