No translated content text
Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2006, fimmtudaginn 2. febrúar, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 287. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Bág staða einhleypra karla.
Lagt fram að nýju svar velferðarsviðs við fyrirspurn, dags. 18. janúar 2006, sem frestað var á síðasta fundi.
- Guðný Hildur Magnúsdóttir mætti á fundinn kl. 12.15
2. Niðurstaða rannsóknarhóps sem falið var að leggja mat á það hvort Reykjavíkurborg eigi að móta mannréttindastefnu.
Lagt fram minnisblað, dags. 10. desember 2005, ásamt greinargerð, dags. sama dag.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir leiðtogi rannsóknarhópsins kynnti.
Jafnréttisnefnd lýsir ánægju með störf hópsins og hugmyndir hans.
3. Lögð fram ályktun jafnréttisnefndar um frumvarp um breytingar á lögum er varða réttarstöðu samkynhneigðra:
Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar fagnar frumvarpi, sem nú liggur fyrir á Alþingi, um breytingar á lögum er varða réttarstöðu samkynhneigðra. Mikilvægt er að þingið leiðrétti til fullnustu það misrétti sem samkynhneigðir hafa svo lengi búið við.
Nefndin hvetur þingið til þess að samþykkja einnig fyrirhugaða breytingartillögu sem heimilar trúfélögum að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör.
Leiðrétting á því misrétti sem samkynhneigðir hafa þurft að þola má ekki bíða lengur. Því er það ósk nefndarinnar að þingmenn leggist allir á eitt og afgreiði þetta mál sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir að bóka eftirfarandi:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála ályktuninni um að fagna frumvarpi um breytingar á lögum vegna réttarstöðu samkynhneigðra en telja mikilvægt að fyrirhuguð breytingartillaga verði unnin í sátt og samvinnu við trúfélög og er það í samræmi við nýlega niðurstöðu nefndar um réttarstöðu samkynhneigðra.
4. Undirbúningur fyrir landsfund jafnréttisnefnda.
Lögð fram dagskrá.
Fundi slitið kl. 13.40
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Magnús Þór Gylfason
Bolli Thoroddsen Guðný H. Magnúsdóttir