Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2006, fimmtudaginn 19. janúar, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 286. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Magnús Þór Gylfason, Bolli Throddsen og Guðný Hildur Magnúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ráðstefna um jafnrétti í grunnskólum.
Lagt er til að jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar standi fyrir, ásamt Hafnarfjarðarbæ og í samvinnu við menntamálaráðuneytið, ráðstefnu um jafnrétti í grunnskólum.
Samþykkt.
2. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna.
Formaður gerði grein fyrir undirbúningi fyrir fundinn.
3. Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi.
Lagðir fram minnispunktar, dags. 19. janúar 2006, sem er greining á þeim þáttum sem aðgerðarhópurinn fjallar um og er á forsjá sveitarfélaga.
Lagt er til að settur verði á fót vinnuhópur er leggi mat á það hvort Reykjavíkurborg eigi að vinna sérstaka aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Ef niðurstaða hópsins verður jákvæð þá verði honum jafnframt falið að vinna áætlunina. Í hópnum eigi sæti tveir fulltrúar tilnefndir af Þjónustu- og rekstrarsviði, einn frá Velferðarsviði, einn frá Menntasviði og einn frá jafnréttisnefnd.
Nefndin tilnefnir Halldóru Gunnarsdóttur starfsmann nefndarinnar, sem sinn fulltrúa.
Vinnuhópurinn fái álit aðgerðarhópsins gegn kynbundnu ofbeldi.
Samþykkt.
4. Þátttaka jafnréttisnefndar í Vetrarhátíð.
Lagt er til að jafnréttisnefnd leiti eftir samstarfi við Öryrkjabandalagið, Rauða Krossinn, Femínistafélagið og Amnesty International um dagskráratriði á Vetrarhátíð í Reykjavík. Styrkur að upphæð kr. 30.000 fari til hvers og eins félags eða þeirrar deildar innan þess sem sjá mun um framkvæmdina. Starfsmanni jafnréttisnefndar verði falin útfærslan í samráði við starfsmann Vetrarhátíðar.
Samþykkt.
5. Bág staða einhleypra karla.
Svar Velferðarsviðs við fyrirspurn.
Frestað.
6. Kynning á verkefninu “Jafnrétti til náms: Tálsýn eða veruleiki”. Hilma H. Sigurðardóttir kynnti verkefnið en það var styrkt af Nýsköpunarsjóði og jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. Verkefnið, dags. september 2005, lagt fram ásamt ljósriti af glærum.
Fundi slitið kl. 13.40
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Magnús Þór Gylfason
Bolli Thoroddsen Guðný H. Magúsdóttir