Mannréttindaráð - Fundur nr. 285

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 15. desember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 285. fund sinn. Var fundurinn haldinn að í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Helga Árnadóttir. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi.
Lögð fram samantekt frá Velferðarsviði um verkefni í Reykjavík vegna kynbundis ofbeldis.
Starfsmaður tók að sér að bera þessi gögn saman við aðgerðaáætlun sem barst frá aðgerðarhópi. Verður lagt fram á næsta fundi.

2. Mannréttindatorg á Vetrarhátíð.
Lögð fram tillaga að dagskráratriði, ódags. Nánari útfærsla bíður eftir því að svar berist frá stjórn Vetrarhátíðar.

3. Verkefnið “Upplifun karla í hjúkrunarnámi. Hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í hjúkrun?” Höfundur verkefnisins Þórður Kristinsson kynnti.


Fundi slitið kl. 13.15


Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Magnús Þór Gylfason Sigrún Jónsdóttir
Helga Árnadóttir Guðný H. Magnúsdóttir