No translated content text
Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2005, fimmtudaginn 1. desember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 284. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Kortlagning Velferðarsviðs á stöðu mála hjá Reykjavíkurborg.
Frestað.
2. Verkefnið „Upplifun karla í hjúkrunarnámi. Hvað stendur í vegi fyrir auknum hlut karla í húkrun?“ lagt fram til kynningar. Verkefnið var unnið af Þórði Kristinssyni fyrir jafnréttisnefnd HÍ en verkefnið var m.a. styrkt af jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar.
3. Afgreiðsla styrkumsókna.
3.1 Rannsókn á því hvað verður um starfsmenn þegar þeir snúa aftur til vinnu að loknu fæðingar- og foreldraorlofi. Umsækjandi Bryndís Jónsdóttir. 110 þúsund.
3.2 Félag samkynhneigðra stúdenta. Til útgáfu bæklings. 100 þúsund.
3.3 Pabbar.is. Til þróunar vefsins í sex mánuði. 90 þúsund.
Samþykkt með öllum atkvæðum.
4. Landsfundur jafnréttisnefnda. Ákveðið að halda fundinn 17. til 18. febrúar og að efnið snúi að mannréttindum og því hvernig sveitarfélög geti spornað við mismunun.
5. Jafnréttismál hjá ÍTR.
Ragnhildur Helgadóttir jafnréttisfulltrúi ÍTR mætti til fundarins. Jafnréttismál í tengslum við starfsemi ÍTR rædd.
6. Önnur mál.
6.1 Mannréttindatorg á Vetrarhátíð. Athugað verði hvort jafnréttisnefnd geti staðið að mannréttindatorgi á Vetrarhátíð
6.2 Jafnréttisáætlun í hverfi. Nefndin lýsti áhuga á því að gera tilraun með það í einu hverfi borgarinnar að vinna eina jafnréttisáætlun fyrir allar stofnanir hverfisins.
Fundi slitið kl. 13.15
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir
Bolli Thoroddsen