Mannréttindaráð - Fundur nr. 283

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 17. nóvember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 283. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttisnefndar.

2. Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi.
Ákveðið var að kalla eftir upplýsingum um stöðu þessara mála hjá Reykjavíkurborg.

3. Stutt kynning á störfum rannsóknarhóps.
Formaður gerði grein fyrir starfi hópsins og því hvernig vinnan gengi.

4. Undirbúningur fyrir landsfund jafnréttisnefnda.
Umræðum frestað til næsta fundar.

5. Kynning á Nýsköpunarsjóðsverkefni Bryndísar Nielsen, Feðraorlof, taka tvö.
Bryndís Nielsen kynnti verkefnið. Skýrslunni dreift.


Fundi slitið kl. 13.40


Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Sigrún Jónsdóttir Steinunn V. Sigfúsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir Magnús Þór Gylfason