Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2005, hinn 6. október, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 279. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.45. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Helga Árnadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram kjörbréf Bolla Thoroddsen og Magnúsar Þórs Gylfasonar, dags. 7. september 2005.
2. Jafnréttisráðgjafi kynnti hugmyndir að dagskrá málþingsins kynjaborgir 29. október n.k.
3. Lagt fram minnisblað jafnréttisáðgjafa, dags. 6. október 2005, um heimasíðu sem stefnt er að opna 29. október n.k.
Samþykkt að halda vinnunni áfram á grundvelli minnisblaðsins.
4. Lögð fram styrkumsókn frá Unifem, dags. 6. september 2005, að upphæð kr. 150.000, vegna alþjóðlegrar ráðstefnu í tilefni af Peking + 10 og 60 ára afmælis SÞ.
Samþykkt að veita kr. 100.000 til ráðstefnunnar, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
Samþykkt að óska eftir sundurliðaðri kostnaðar- og fjármögnunaráætlun ráðstefnunnar.
5. Samþykkt að óska eftir yfirliti um jafnréttisfulltrúa borgarstofnana og áætlanir fyrir næsta fund jafnréttisnefndar.
6. Rætt um vinnutilhögun vegna starfsáætlunar 2006 og samþykkt að halda vinnufund 10. október kl. 17.00.
7. Samþykkt að á næsta fundi jafnréttisnefndar verði kynning á jafnréttisstarfi borgarinnar.
Fundi slitið kl. 12:30
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir
Magnús Þór Gylfason Helga Árnadóttir