Mannréttindaráð - Fundur nr. 278

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2005, hinn 1. september, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 278. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Magnús Þór Gylfason, nýkjörinn fulltrúi Sjálfstæðisflokks í jafnréttisnefnd, var boðinn velkominn til síns fyrsta fundar.

2. Formaður kynnti samning borgarinnar við Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem undirritaður var 20. júní s.l. Stefnt er að því að klára vinnu rannsóknarhóps fyrir lok nóvembermánaðar.
Formaður óskaði eftir tilnefningu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í hópinn.

3. Jafnréttisráðgjafa var falið að undirbúa málþing 29. október í tilefni “afmælisársins” og leggja fram drög að dagskrá á næsta fundi nefndarinnar.

4. Jafnréttisráðgjafi sagði frá fundi ESB-verkefnisins Breaking the Pattems, sem haldinn var hér á landi í júní s.l.

Guðný H. Magnúsdóttir mætti á fundinn kl. 12.00

5. Formaður fór stuttlega yfir helstu verkefni sem eru í gangi á vegum jafnréttisnefndar.

6. Önnur mál.

Bolli Thoroddsen spurðist fyrir um hvort Velferðarsvið hafi kannað ástæður þess að karlar eru stærsti einstaki hópur þjónustuþega Félagsþjónustunnar.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Velferðarsviði um stöðu einhleypra karla og ástæður bágrar félagslegrar stöðu þeirra.

Fundi slitið kl. 12:30

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Sigrún Jónsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir
Magnús Þór Gylfason Bolli Thoroddsen