Mannréttindaráð - Fundur nr. 277

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND


Ár 2005, hinn 26. maí, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 277. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Bolli Thoroddsen, Guðný H. Magnúsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda, sem haldinn var 6.-7. maí s.l., lagðar fram.
Jafnréttisnefndarfulltrúar munu kynna ályktanir fundarins á fundum borgarstjórnarflokkanna.

2. Jafnréttisráðgjafi kynnti stöðu ESB-verkefnisins um samþættingu og tvær vinnustofur, sem haldnar voru í mánuðinum hér á landi á vegum þess.

3. Jafnréttisráðgjafi kynnti fyrirhugaða vinnustofu verkefnisins Breaking Pattems, sem verður í Reykjavík 12.-15. júní n.k.

4. Formaður kynnti stöðu hugmynda um verkefni vegna næstu sveitarstjórnarkosninga í samstarfi við Jafnréttisstofu, jafnréttisráð o.fl.



Fundi slitið kl. 13.00

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Sigrún Jónsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir
Tinna Traustadóttir Bolli Thoroddsen