Mannréttindaráð - Fundur nr. 276

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2005, hinn 27. apríl, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 276. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Landsfundur jafnréttisnefnda 6.-7. maí 2005.
Samþykkt að þeir nefndarmenn sem áhuga hafa geti sótt fundinn.

2. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNIFEM mætti sem gestur fundarins og kynnti Peking áætlunina, en það er áætlun S.Þ. um stöðu kvenna. Jafnframt sagði hún frá fundi S.Þ. um Peking áætlunina í tilefni 10 ára afmælis hennar 2005.

Jafnréttisráðgjafi kynnti Heimsyfirlýsingu IULA um konur í sveitarstjórnum og jafnframt yfirlýsinguna „Local government statement to Bejing + 10”.


Fundi slitið kl. 13.30


Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Sigrún Jónsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir
Tinna Traustadóttir