Mannréttindaráð - Fundur nr. 274

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2005, hinn 15. mars, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 274. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Bolli Thoroddsen og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Guðný H. Magnúsdóttir fjallaði til upplýsingar um stöðu karla meðal notenda Félagsþjónustunnar og verkefnið “Karlasmiðjan”.

- Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 12.00.

2. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun vegna starfsmats:

Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar fagnar þeim mikilvæga áfanga sem náðst hefur til að tryggja starfsmönnum Reykjavíkurborgar jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, en með innleiðingu starfsmats hafa þau réttindi í fyrsta sinn verið tryggð gagnvart félagsmönnum í þeim stéttarfélögum sem um starfsmat hafa samið. Jafnréttisnefnd minnir á að innleiðingu starfsmatsins og aðlögun grunnlauna að niðurstöðum þess er hvergi nærri lokið, auk þess sem samningar um starfsmat ná ekki enn til allra starfsmanna borgarinnar og viðsemjenda. Starfsmat eitt og sér dugar þó ekki til að afnema kynbundinn launamun sem á upptök sín í aukagreiðslum, en launamunur kynjanna hjá Reykjavíkurborg hefur einmitt að langmestu leyti átt rætur að rekja til aukagreiðslna. Nefndin vill því hvetja til þess að starfsmatinu verði fylgt markvisst eftir með aðgerðum til að draga úr kynbyndnum launamun í öðrum tegundum launa, eins og Reykjavíkurborg hefur markað sér stefnu um, og hvetur viðsemjendur borgarinnar til náinnar samvinnu og samstöðu með því markmiði borgarinnar að öll laun séu ákvörðuð á grundvelli gegnsærra og málefnalegra viðmiðana.

Ályktunin samþykkt samhljóða.

3. Lagðar fram til upplýsingar umsóknir til Nýsköpunarsjóðs, a) Jafnrétti til náms og b) Karlar í fæðingarorlofi – taka tvö.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með umsóknirnar.

Fundi slitið kl. 12.45


Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Bolli Thoroddsen
Sigrún Jónsdóttir