Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2005, hinn 9. febrúar, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 272. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Steinunn Vala Sigfúsdóttir og Bolli Thoroddsen. Fanný Jónsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram kjörbréf, dags. 2. febrúar 2005, um kosningu nýrra aðal- og varamanna, Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur sem formanns og Sigrúnar Jónsdóttur sem aðalmanns, auk Fannýjar Jónsdóttur sem varamanns.
Voru þær boðnar velkomnar til síns fyrsta fundar ásamt Bolla Thoroddsen, sem einnig sat sinn fyrsta fund.
2. Lagt fram bréf frá Ólafi Kr. Hjörleifssyni, dags. 2. febrúar 2005, um breytingar á samþykkt fyrir jafnréttisnefnd.
3. Styrkumsókn frá Félagi ábyrgra feðra, sem frestað var á 271. fundi nefndarinnar, tekin til umfjöllunar.
Synjað.
4. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir mætti kl. 12.30 sem gestur fundarins og kynnti kandidatsritgerð sína í lögfræði sem ber yfirskriftina Nauðgun frá sjónarhóli kvennaréttar.
5. Jafnréttisráðgjafi kynnti skýrslu starfsmatsnefndar um innleiðingu starfsmats frá janúar 2005.
Fundi slitið kl. 13.20
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Guðný Hildur Magnúsdóttir Sigrún Jónsdóttir
Steinunn Vala Sigfúsdóttir Bolli Thoroddsen.