Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2004, hinn 17. nóvember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 270. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30.
Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram styrkumsóknir vegna ársins 2005.
a) Frá Þórði Kristinssyni, f.h. jafnréttisnefndar HÍ; umsókn um styrk að upphæð
kr. 150.000 til rannsóknar á körlum í hjúkrun.
b) Frá Feministafélagi Íslands vegna ýmissa viðburða vegna afmælisársins 2005,
1,5 mkr.
c) Frá Verunum til útgáfu á Veru, 1 mkr.
d) Frá Berglindi Rós Magnúsdóttur jafnréttisfulltrúa HÍ til gerðar fræðsluefnis um jafnrétti fyrir ungt fólk, kr. 200.000.
e) Frá Félagi ábyrgra feðra til ýmissa verkefna og reksturs, 1,8 mkr.
Afgreiðslu styrkumsókna var frestað.
Fundi slitið kl. 12.15
Marsibil Sæmundsdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Margrét Einarsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Tinna Traustadóttir