Mannréttindaráð - Fundur nr. 27

Mannréttindaráð

Ár 2009, 30. apríl kl. 12:00 var haldinn 27. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Jóhann Björnsson, Zakaria Elias Anbari, Salvör Gissurardóttir og Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Erindi frá Siðmennt. Bjarni Jónsson kynnti erindi frá Siðmennt. Mannréttindastjóra falið vinna að tillögu út frá skýrslu Menntaráðs Reykjavíkur um stefnumótun varðandi samstarf leik-og grunnskóla við trúar-og lífsskoðunarhópa.
Bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstrihreyfingar græns framboðs:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstrihreyfingar græns framboðs telja afar mikilvægt að Mannréttindaráð taki til skoðunar hvort starfsemi trúfélaga í leik-og grunnskólum borgarinnar samræmist rekstri og starfssemi skóla sem ætlaður er öllum óháð trúar-og lífsskoðunum. Jafnframt er minnt á mikilvægi tillagna starfshóps á vegum Menntaráðs Reykjavíkur um stefnumótun varðandi samstarf leik-og grunnskóla við trúar-og lífsskoðunarhópa sem kynnt var í febrúar 2007 en þar segir ma: Lögð er áhersla á að í skólum fer fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og trúarbrögð en þar er ekki stunduð boðun trúar. Í engum tilfellum er skólastarfi of starfi trúar-og lífsskoðunarhópa blandað saman. Og einnig segir: Í leik-og grunnskóla skal börnum ekki mismunað vegnar trúar eða lífsskoðunnar þeirra eða forelda þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar-eða lífsskoðunum þeirra.
Er það mat fulltrúa Samfylkingar og Vinstrihreyfingar – græns framboðs að miklvægt sé að í leik-og grunnskólum borgarinnar sé starfað samkvæmt tillögum áðurnefnds starfshóps.

2. Aðgerðaráætlun gegn mansali. Hildur Jónsdóttir sérfræðingur á jafnréttis-og vinnumálasviði Félags-og Tryggingarmálaráðuneytis kynnti Aðgerðaráætlun gegn mansali, sem samþykkt var af ríkisstjórn Íslands 17. mars 2009.

3. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 16. maí. Rætt um staðsetningu afhenf-dingar verðlaunanna og tímasetningu.

4. Fjölmenningadagur Reykjavíkurborgar 16. maí. Drög að auglýsingu Fjölmenningardagsins kynnt.

5. Fyrirspurn Samfylkingar og Vinstri grænna:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir því að á næsta fundi mannréttindaráðs sé boðaður fulltrúi úr starfshópnum „ Börnin í borginni“ sem hefur það hlutverk að fylgjast með áhrifum efnahagsþrenginganna á börnin í borginni. Telja fulltrúarnir mjög mikilvægt að mannréttindaráð sé vel upplýst um áhrif kreppunnar á stöðu barna í borginni.

Fundi slitið kl. 14.10


Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Jóhann Björnsson
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir