Mannréttindaráð - Fundur nr. 266

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2004, hinn 15. september, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 266. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðný H. Magnúsdóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf dags. 3. september 2004 frá Önnu Skúladóttur vegna undirbúnings að gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2005.

2. Lagt fram bréf dags. 2. febrúar 2004 frá borgarstjóra um samhæft árangursmat og viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar.

3. Lagt fram bréf dags. 10. september 2004 frá Ólafi Hjörleifssyni um reglur um styrkveitingar ásamt texta auglýsingar um styrki.

4. Lagt fram til kynningar minnisblað um rannsókn um vinnustaðamenningu á vegum RIKK og Reykjavíkurborgar.

5. Lögð fram til kynningar boðsbréf vegna fundar norrænu ráðherranefndarinnar vegna 30 ára afmælis jafnréttisstarfsins 24. september n.k. og Málþings um jafnréttisáætlanir 25. október n.k.


Fundi slitið kl. 13.05

Marsibil Sæmundsdóttir

Stefán Jóhann Stefánsson Guðný Hildur Magnúsdóttir Steinunn Vala Sigfúsdóttir