Mannréttindaráð - Fundur nr. 265

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2004, hinn 30. ágúst, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 265. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Tinna Traustadóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram kjörbréf, dags. 28. júní 2004, vegna kjörs Bolla Thoroddsen sem varamanns í jafnréttisnefnd.

2. Lögð fram til kynningar verkefnislýsing ESB verkefnisins Aceess to protection and justice for immigrant women. Jafnréttisnefnd lýsir yfir ánægju með verkefnið.

3. Jafnréttisnefnd samþykkir að veita kr. 100.000 til verkefnisins Framtíð í nýju landi.

4. Lögð fram styrkumsókn, dags. 27. ágúst 2004, frá Félagi ábyrgra feðra, að upphæð kr. 50.000, vegna útgáfu ársskýrslu.
Synjað.

Stefán Jóhann Stefánsson kom á fundinn kl. 13.00.

5. Steinunn, Stefán og Hildur sögðu frá lokaráðstefnu ESB verkefnisins um samþættingu sem haldin var í Berlín í júní s.l.


Fundi slitið kl. 13.30


Marsibil Sæmundsdóttir

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Guðný Hildur Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Tinna Traustadóttir
Steinunn Vala Sigfúsdóttir