Mannréttindaráð
JAFNRÉTTISNEFND
Ár 2004, hinn 28. júní, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 264. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Margrét Einarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tekin fyrir styrkumsókn frá Bryndísi Hlöðversdóttur vegna rannsóknarinnar Lífeyrissjóðir landsmanna, sem frestað var á 263. fundi.
Umsókninni var synjað.
2. Tekin fyrir styrkumsókn frá Berglindi Rós Magnúsdóttur vegna rannsóknarinnar Jafnréttismat skóla sem frestað var á 263. fundi.
Í ljósi breyttra aðstæðna var umsókninni synjað að svo stöddu.
3. Tekin fyrir umsókn frá karlahópi Feministafélagsins um 70.000 kr. styrk vegna átaks gegn nauðgunum fyrir komandi verslunarmannahelgi, sent með bréfi dags. 16. júní 2004.
Samþykkt að veita 50.000 kr. til átaksins.
4. Jafnréttisráðgjafi gerði grein fyrir lokum Learning Partnership verkefnisins “Education and Learning for Gender Mainstreaming Implementation” í Berlín 18.-20. júní sl., en þá var haldin lokaráðstefna verkefnisins, ásamt fundi verkefnisteymis. Alls sóttu átta Íslendingar lokaráðstefnuna sem þótti takast mjög vel.
5. Samþykkt að þessi fundur sé hinn síðasti fyrir sumarleyfi, sem standa mun í allt að átta vikur.
Fundi slitið kl. 13.15
Marsibil Sæmundsdóttir
Margrét Einarsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson