Mannréttindaráð - Fundur nr. 263

Mannréttindaráð

JAFNRÉTTISNEFND

Ár 2004, hinn 17. maí, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 263. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru: Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Linda Rós Alfreðsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Greint frá málþinginu Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti sem jafnréttisnefnd stóð fyrir 15. maí sl. og þótti takast mjög vel.

2. Jafnréttisráðgjafi lagði fram samning milli félagsmálaráðuneytis, Jafnréttisstofu og jafnréttisnefndar um námskeið um samþættingu kynja- og jafnréttissjónar- miða dags. 17. maí 2004.
Samþykkt.

3. Jafnréttisráðgjafi kynnti væntanlega lokaráðstefnu LP-verkefnis um samþættingu í Berlín 18.-20. júní næstkomandi.

4. Lögð fram styrkumsókn frá Bryndísi Hlöðversdóttur vegna rannsóknarinnar Lífeyrissjóðir landsmanna – ítök, völd og ábyrgð, sem vinna á sumarið 2004. Afgreiðslu frestað.

5. Lögð fram styrkumsókn frá Berglindi Rós Magnúsdóttur vegna verkefnisins “Jafnréttismat sem hluti af árangursmati skóla”.
Afgreiðslu frestað.

6. Jafnréttisráðgjafi kynnti álit kærunefndar jafnréttismála, nr. 16/2003, og nr. 2/2004 gegn Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

7. Lögð fram jafnréttisáætlun Leikskóla Reykjavíkur 2004-2005.
Umræðum frestað.

Fundi slitið kl. 13.30

Guðný H. Magnúsdóttir

Margrét Einarsdóttir Linda Rós Alfreðsdóttir
Tinna Traustadóttir Stefán Jóhann Stefánsson