Mannréttindaráð - Fundur nr. 26

Mannréttindaráð

Ár 2009, 16. apríl kl. 12.00 var haldinn 26. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh, Jóhann Björnsson, Zakaria Elias Anbari, Salvör Gissurardóttir og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi til Mannréttindaráðs frá Siðmennt.
Mannréttindastjóra falið að koma með tillögu á næsta fundi ráðsins vegna erindisins.

2. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í innflytjendamálum lögð fram.

3. Mannréttindadagur Reykjavíkurborgar 16. maí 2009.
Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna.

4. Fjölmenningadagur 16. maí 2009.

5. Lagt fram yfirlit yfir styrkbeiðnir til mannréttindaráðs.
Fulltrúum í mannréttindaráði boðið að koma á mannréttindaskrifstofu og kynna sér umsóknir.

6. Mannréttindi og stjórnmálaþátttaka – að beiðni Salvarar Gissurardóttur.
Salvöru falið að semja grein sem send verður til fjölmiðla varðandi mannréttindi og stjórnmálaþátttöku.

7. Herdís Benediktsdóttir, styrkþegi mannréttindaráðs, kynnti samtalsbók við geðfatlaða.

Fundi slitið kl. 13.46.

Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Jóhann Björnsson
Björn Gíslason Felix Bergsson
Falasteen Abu Libdeh Salvör Gissurardóttir