Mannréttindaráð - Fundur nr. 258

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2004, hinn 19. janúar, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 258. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Drífa Snædal, Tinna Traustadóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga að ályktun vegna vændisfrumvarps:

Jafnréttisnefnd Reykjavíkur leggur mikla áherslu á að Alþingi samþykki framkomnar tillögur um breytingu á almennu hegningarlögunum varðandi vændi, sbr. 38. mál á yfirstandandi þingi.

Vændi á Íslandi er staðreynd. Fólk sem selur aðgang að líkama sínum gerir það út úr neyð og vegna skorts á öðrum úrræðum. Það er því forgangsatriði að aflétta sekt þeirra og kalla kaupendur til ábyrgðar. Þeir sem kaupa sér aðgang að líkama annarra hafa peningana, þeirra er valið og valdið og því ber að kalla þá til ábyrgðar á því ofbeldi sem vændi er.

Tillagan samþykkt með 3 atkv. Reykjavíkurlista en 2 fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í jafnréttisnefnd telja að vændi sé smánarblettur á íslensku þjóðfélagi sem berjast beri gegn með öllum tiltækum aðferðum. Liður í því er að gera bæði sölu og kaup á vændi refsiverð. Þær lagabreytingartillögur sem nú liggja fyrir Aþingi um breytingar á almennum hegningarlögum fela í sér að sala á vændi sé gerð lögleg. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru þeirrar skoðunar að í baráttunni gegn vændi sé mikilvægt að bæði kaup og sala á vændi sé refsiverð.

2. Eftirtaldar styrkumsóknir lagðar fram:

1. Umsókn frá Braga Skúlasyni vegna bæklings fyrir ekkjur. Vísað til félagsmálaráðs.

2. Styrkumsókn frá Veru, dags. 19. nóvember 2003. Jafnréttisráðgjafa falið að kanna með hvaða hætti mætti efna til samstarfs við Veru.

3. Styrkumsókn frá Samtökunum ’78 vegna útgáfu kynningarrits um samtökin. Samþykkt að veita kr. 100.000 til samtakanna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

4. Styrkumsókn frá Félagi kvenna í atvinnurekstri vegna kynningarátaks. Frestað.

5. Styrkumsókn frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi vegna ferðakostnaðar. Samþykkt að veita kr. 200.000 til samtakanna.

6. Styrkumsókn frá Brautargengi. Vísað til borgarráðs.

7. Styrkumsókn frá Félagi ábyrgra feðra vegna málþings. Samþykkt að veita kr. 100.000.

Tinna Traustadóttir vék af fundi kl. 13.00.

3. Lögð fram skýrsla Berglindar Rósar Magnúsdóttur um verkefnið Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti. Umræðum frestað

4. Jafnréttisráðgjafi kynnti stöðu mála í tengslum við fyrirhugaðan samstarfssamning við félagsmálaráðuneyti og Jafnréttisstofu um evrópska samþættingarverkefnið sem Reykjavíkurborg er aðili að.

Fundi slitið kl. 13.35

Marsibil Sæmundsdóttir

Stefán Jóhann Stefánsson Drífa Snædal
Tinna Traustadóttir Steinun Vala Sigfúsdóttir