Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2003, hinn 24. nóvember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 256. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Bryndís Í. Hlöðversdóttir, Tinna Traustadóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram þriðju drög að skorkorti jafnréttismála 2004. Þau samþykkt, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
2. Lögð fram þriðju drög að stefnukorti jafnréttismála 2004. Þau samþykkt, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
Fundi slitið kl. 13:20
Marsibil Sæmundsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Bryndís Í. Hlöðversdóttir
Tinna Traustadóttir Steinunn Vala Sigfúsdóttir