Mannréttindaráð - Fundur nr. 255

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, hinn 17. nóvember, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 255. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Bryndís Í. Hlöðversdóttir, Steinunn Vala Sigfúsdóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, nýskipaður varamaður í jafnréttisnefnd boðin velkomin.

2. Jafnréttisráðgjafi lagði fram minnisblað dags. 15. nóvember 2003 um Evrópuverkefni í samþættingu.

3. Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ráðstefnu NIKK á Íslandi 10.-12. júní 2004, þar sem jafnréttisráðgjafi er einn málstofustjóra.

4. Lögð fram önnur drög að a) stefnukorti jafnréttismála 2004 og b) skorkorti. Kynntar athugasemdir frá Önnu Margréti Guðjónsdóttur. Jafnréttisráðgjafa falið að ganga frá þriðju drögum og senda út.

Fundi slitið kl. 13:30

Marsibil Sæmundsdóttir
Margrét Einarsdóttir Bryndís Í. Hlöðversdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Steinunn Vala Sigfúsdóttir