Mannréttindaráð - Fundur nr. 254

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, hinn 27. október, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 254. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jónann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Áslaug Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf, dags. 6. október 2003, frá Impru, nýsköpunarmiðstöð um árangur Brautargengisnámskeiðanna.

2. Drög að tillögu að verkefninu Framtíð í nýju landi kynnt. Jafnréttisnefnd fagnar tillögunni og hvetur til sem víðtækasts stuðnings við hana innan borgarkerfisins sem utan. Nefndin óskar eftir að fá tækifæri til að fylgjast með framvindu þess.

3. Lögð fram til kynningar samantekt um skýrsluna Kynlífsmarkaður í mótun, dags. 22. október 2003, og rannsóknin í heild. Jafnréttisnefnd fagnar útkomu skýrslunnar og færir Drífu Snædal bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

4. Lagður fram fjárhagsrammi ársins 2003.

5. Stefnukortsvinnu var fram haldið.

Fundi slitið kl. 14.10

Marsibil Sæmundsdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Áslaug Guðmundsdóttir
Margrét Einarsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson